Það er fyrsti apríl í dag. Ótrúlegt hvað tíminn líður hratt, ég veit ekki hvað varð af þessum marsmánuði, hann hvarf bara einhvern veginn.
En þetta er fallegur dagur, sól og heiður himinn.
Og eitt augnablik býst maður við að vorið sé rétt handan við hornið. Og sér í anda sólstóla og notalegar stundir á pallinum.
Þar til maður fer út.
Því úti er sko ekkert vor heldur nístings bítandi skítakuldi. Fjögurra stiga frost. Það kemur sér vel að vorverkin í garðinum eru ekki búin og laufhrúgan hylur þessar aumingjans plöntur sem héldu líka að vorið væri í nánd.
En auðvitað kemur vor á endanum, það á að fara að hlýna strax á laugardag.
En í dag höfum við um annað að hugsa.
Því að í dag er stór dagur í báðum fjölskyldum okkar.
Tvær fermingar.
Tvö fermingarbörn.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli