Ég var alveg búin að gleyma hvað það er gaman að prjóna úr lopa.
Og það þrátt fyrir að íbúðin verði öll lopaloðin - ja og ekki bara íbúðin heldur ég og allir sem koma nálægt mér.
Það minnkar aðeins á lagernum en mér sýnist ég eiga nóg í 1-2 peysur enn - í þessari stærð.
Hefði mátt vera aðeins meira því Ingó langar í peysu - en mér sýnist þetta vera of lítið fyrir peysu í hans stærð.
Ætla að hugsa það í dag hvað ég prjóna næst - en valið stendur um að prjóna lopapeysu - vettlinga - sokka...
...já og svo á ég garn í a.m.k. tvær peysur.
Til minnis
Í peysuna fóru um 300 gr. af aðallit og hluti af hvítri og svartri dokku. Hún er prjónuð á prjóna nr. 6, stroff á prjóna nr. 5. Fitjað upp 134+2. Ég hugsa að þessi lykkjufjöldi væri passlegur úr tvíbanda plötulopa - þessi lopi er mjög fast spunninn.
Sama munstur og í peysunni fyrir fröken B.
Þessi peysa er þó styttri og svo hef ég hana einu munstri stærri.
Svona eftir á að hyggja hefðu það mátt vera tvö munstur.
Stroffið er prjónað röndótt því ég var ekki viss um að eiga nægan lopa.
1 ummæli:
Sæl, er hægt að kaupa uppskriftina af þér ? Finnst þessi peysa alveg æðisleg :)Kveðja Birgitta
Skrifa ummæli