Í dag fór ég í jarðarför.
Og þar var sungið eitt það alflottasta lag sem ég hef heyrt.
Altsvo textinn - svooo fallegur að ég nær táraðist.
Þetta var lagið/ljóðið Tvær stjörnur sem er eftir Megas og er af plötunni Bláir draumar.
Hér er smá brot úr textanum
Ég sakna þín í birtingu að hafa þig ekki við hlið mér
og ég sakna þín á daginn, þegar sólin brosir við mér.
Og ég sakna þín á kvöldin þegar dimman dettur á.
En ég sakna þín mest á nóttunni, þegar svipirnir fara á stjá.
Hugsið ykkur tilfinninguna við kveðjustund - í jarðarför.
Annars las ég hér að textinn væri ekki um söknuð eftir þeim sem er dáinn heldur söknuð eftir lifandi manneskju og vonina um að hitta hana aftur.
Þetta er ekkert smá flott ástarljóð.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli