Það er dimmisjón hjá stóra drengnum í dag.
Hann var vaknaður, sturtaður, klæddur og strokinn klukkan 5:30.
Gaf sér tíma í smá spjall og hafragraut áður en hann stakk af í morgunpartí og búningamátun, með bjórkippu í bakpoka.
Skipulag dagsins er ljóst svona í meginatriðum.
Fyrst er partý, svo er morgunmatur upp í skóla þar sem kennarar eru kvaddir með smá sprelli.
Og svo er auðvitað farið um allan skóla- já og út um allan bæ.
Það tilheyrir.
Hann var vaknaður, sturtaður, klæddur og strokinn klukkan 5:30.
Gaf sér tíma í smá spjall og hafragraut áður en hann stakk af í morgunpartí og búningamátun, með bjórkippu í bakpoka.
Skipulag dagsins er ljóst svona í meginatriðum.
Fyrst er partý, svo er morgunmatur upp í skóla þar sem kennarar eru kvaddir með smá sprelli.
Og svo er auðvitað farið um allan skóla- já og út um allan bæ.
Það tilheyrir.
Í búningi og alles.
Skipulag seinni partsins er ekki alveg jafn fast í hendi.
Spurning hvort það ráðist ekki af einstaklingunum.
En ég geri ráð fyrir að einhverjir þurfi að leggja sig.
Í kvöld er svo búið að leigja sal.
Mikið held ég að þetta verði gaman.
(Og maður krossar fingur að allt gangi vel).
Ég veit ekki hvernig búningar hinna hópanna eru en hans hópur er klæddur sem Cookie Monster úr Sesame Street.
Ég vona að ég hitti á hann í dag til að taka mynd en þar til verður þessi að duga.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli