mánudagur, 5. apríl 2010

Taska, paska

Ég er búin sauma dálítið undanfarna daga.
Meðal annars þessa tösku - fyrir fröken B. - (og mig kannski líka).
Enda á maður aldrei nógu mikið af töskum.
Þessi taska er í stærra lagi og dálítið djúp en hún á að vera nógu stór fyrir tölvu og bækur.

Efnin eru af saumalagernum að sjálfsögðu - en þar sést ekki högg á vatni, ekki enn að minnsta kosti.
Ætli það verði ekki margra ára verkefni við að vinna niður lagerinn.
En einn er hver einn.

Til minnis:
Brúna efnið er hör, fóðrið er léreft en ég man ekki úr hverju ljósa efnið er.
Flíselín er sett á ytra byrði töskunnar til að styrkja hana. Ég hefði mátt setja auka í botninn þannig að hún gæti staðið.
Mál: Hæð 43 cm, dýpt 39 cm og böndin eru 41 cm.
Vasar eru 17x24 cm, annar er framan á töskunni, hinn er inní fóðri á bakstykki.
Til að búa til botninn voru teknir 2x2 tommu ferningar.

Voila - tilbúin - lítið mál.

2 ummæli:

Nafnlaus sagði...

taskan er æði, kem tölvunni og nokkrum þykkum bókum með...love it!

B

Anna sagði...

frábært