laugardagur, 24. apríl 2010

Öskumistur

Við skruppum í morgun í kaffi upp í Breiðholt.

Þar eru í fóstri kettir sem þurfa lyf daglega, en kattaforeldrarnir spóka sig nú á Akureyri.
Og Ingó er í læknishlutverki.

Veðrið var skrítið. Það var heiður himinn en yfir öllu var mistur sem ég hélt fyrst að væri hitamistur.
En í fjögurra gráðu hita er það víst freeekar hæpið.

Ætli þetta sé ekki frekar öskumistur.
Að minnsta kosti var smá öskufall á hvítum diski sem tengdamamma hafði sett út á svalir.

Æ ég ætla rétt að vona að það fari ekki að hvessa með austanátt.

Engin ummæli: