miðvikudagur, 14. apríl 2010

Vor vor vor

Það er komið vor og fyrstu já allra fyrstu blómin eru sprungin út í garðinum hjá mér.

Það eru oggu litlar páskaliljur.

Hitinn er að mjakast upp og það fer að verða tímabært að huga að garðinum og hreinsa beðin.

Og ég er búin að taka fram hjólið og þeysist á því í vinnuna.
Hm ja þeysist eru kannski örlítil hliðrun á sannleika.
Og þó - ég puða dálítið á morgnana því það er allt upp í móti en renn svo heim í lok dags.
Og nýt þess.

Engin ummæli: