"Life isn't about finding yourself. Life is about creating yourself".
er haft eftir George Bernard Shaw
Ég rakst á þessa tilvitnun áðan og fannst hún alveg frábær.
Kannski ekki einfalt, en ég held að þetta sé alveg rétt.
Við lesum, reynum og upplifum.
Gerum suma hluti vel en mistekst líka margt og lærum af hvorutveggja.
Þetta er, held ég, spurning um að bera ábyrgð á því sem maður vill standa fyrir og vera.
Og ef maður samþykkir þetta þá er maður svolítið búinn að gefa frá sér möguleikann á afsökunum um að þetta eða hitt sé hinum að kenna, slæmum aðstæðum, eða óheppilegum genum.
Enda er maður ekki stikkfrí í eigin lífi - og á auðvitað ekki að vera það.
Eða eins og góður maður sagði - það er ekki spurning um það sem maður lendir í - heldur hvernig maður tekur á því.
Spurning um það hvernig við spilum úr þeim spilum sem okkur var úthlutað - jafnvel þó manni finnist það stundum vera tómir hundar.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli