fimmtudagur, 8. apríl 2010

Lestur er bestur...

...er slagorð sem ég hef stundum notað.

Og venjulega fer ég eftir þessu og les heilmikið - þó þær bækur teljist nú seint til bókmenntaverka sem ég hef mest gaman af. En hvað um það. Svona er það nú bara.

Mér finnst æðislegt að koma mér vel fyrir í þægilegum stól eða sófa og detta inn í einhverja sögu.
Og í gær las ég Hafmeyjuna, sem er nýjasta bókin hennar Camillu Läckberg.

Alla.

Og á meðan ég las þá prjónaði ég, sauð fisk og kartöflur, borðaði, fór í fótabað, gaut öðru auganu á fréttir og fékk herðanudd.
Þó ekki allt í einu og eða í þessari röð.

En bókin kláraðist rétt eftir miðnætti - fín skemmtun.

Engin ummæli: