Allt er skínandi hreint. Bollar og diskar eru komnir í hús. Kransakakan er skreytt.

Það eru ótrúlega mörg handtök sem fylgja svona veislu. En kannski ekki svo mikill tími þegar allir leggjast á eitt. Og þó - það er endalaust þetta litla sem maður man eftir þegar maður heldur að allt sé tilbúið.
Og nú er allt að smella saman.
Ekkert eftir nema finna til föt.
Bara bíða eftir morgundeginum.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli