föstudagur, 16. apríl 2010

Lopapeysa


Undanfarna daga hef ég verið að prjóna lopapeysu á fröken B.

Þetta er tvíbanda lopi, sem nú kallast Létt-lopi, en heitir Lopi-light á miðunum hjá mér.
Lopinn sem ég nota er nefnilega eflaust orðinn 25-30 ára gamall.

Það er merkilegt hvað það er mikill munur á bandinu eins og það var unnið þá og svo nú.
En þessi lopi er unninn mun fastar og bandið er þéttara en nú er.

Ég var hálfhrædd á tímabili að lopinn væri ónothæfur í flík, því hann var bæði fast spunninn og í honum voru ójöfnur. En kunni samt ekki við að henda lopanum nema prófa hann fyrst.

Eftir tvo þvotta virðist þetta vera ágætis flík.

Og fröken B. er að minnsta kost hæstánægð.


Til minnis:
Í peysuna fara 350 gr af aðallit, örlítið af hvítu og enn minna af dökkbrúnu.
Munstrið er að hluta til Farmers Market en með smá breytingum efst.
Fitjaðar upp 126+2 lykkjur.
Prjónar nr. 5 í stroff og nr. 6 í peysuna.
Peysan er extra síð, 65 cm lengd á bol upp að handvegi.
9 tölur
Heklaður kantur. Hnappagöt sett í þriðju umferð.
Að lokum er kantur og hálsmál heklað með dökkbrúnu

2 ummæli:

Áslaug sagði...

Hæhæ ég var að spá í hvort að þér langaði ekki að deila með þér munstrinu?

Anna sagði...

Sæl Áslaug og takk fyrir að sýna peysunni áhuga. Ég get því miður ekki látið þig fá uppskrift. En á Ístex síðunni er uppskrift að peysu sem má aðlaga að þessu mynstri - hér er linkur þangar http://www.istex.is/islenska/uppskriftir/vara/16358/