þriðjudagur, 13. apríl 2010

Tölur


Þó svo ég eigi ótrúlegt magn af tölum af öllum stærðum og gerðum, þá átti ég ekki tólf tölur fyrir svörtu peysuna.
Ég þurfti því í töluleiðangur.

Maður minn.
Og ég komst að því að þær eru sko ekkert ókeypis.
Stykkið á allt að 400 krónur.
Það er nærri peysuverð fyrir tólf stykki.

En við nánari skoðun kom í ljós að inn á milli voru til ódýrari eintök. Og stundum kannski tvö verð á sams konar tölum.
Og eftir mikla leit fann ég ágætis tölur í réttum lit, passlegri stærð og á fínu verði.

Það var ekki fyrr en ég kom heim að ég sá að þær voru dökkbláar en ekki svartar.

Engin ummæli: