mánudagur, 12. apríl 2010

Helgin

Helgin leið - gjörsamlega án þess að ég tæki eftir því.

Og án allra þrekvirkja af minni hálfu.

Ég las og prjónað, prjónaði og las.

Skrapp reyndar á laugardag í tvær garnbúðir á Laugaveginum.
Vaá vá vá þvílík dýrð og dásemd og mig langaði í allt sem ég sá.
Var rétt eins og barn í nammibúð.
Og ég strauk og skoðaði, fann áferð og spáði í liti og gæði og verð.

Keypti mér svo garn í peysu, og skilaði inn afgangsdokkum frá eldra verkefni. Stórgræddi á því.
Þurfti varla að borga nokkuð á milli.
Hja eða þannig sko.

Engin ummæli: