Það er ekkert smá vetrarlegt úti.
Annan daginn í röð er veðrið aprílgabb og maður fær kalbletti við að hlaupa út í bíl.
Mig vantaði því eitthvað bjart og sumarlegt mótvægi.
Á saumalagernum átti ég til skræpóttan efnisbút (kemur á óvart).
Stórmynstrað - gult, hvítt og rautt efni sem varð að tveimur púðum - á meðan beðið var eftir matargestum.
Til minnis:
Ikea-efni.
Stærð 30 x 50 cm.
Innra byrði gamalt lak og púðafylling endurnýtt.
Ég er svo sparsöm og nýtin að ég gæti tárast.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli