fimmtudagur, 29. apríl 2010

Djarft og spennandi

Það er bæði djarft og spennandi...

...og smá málmbragð...

...já og ávaxtaríkt

Þetta voru setningar sem heyrðust áðan á vínkynningunni sem haldin var af vínklúbbnum í vinnunni hans Ingós.
Og mér var boðið með.
Ekki slæmt.

Og við smökkuðum fleiri fleiri gerðir af reyktum silungi og drukkum mismunandi hvítvín með.
Ég ákvað að það væri illa farið með gott vín að spýta því í dall og sleppti því þar af leiðandi.

En mér líst aldeilis vel á þennan vínklúbb.
Dominique heitir sú sem kynnir vínin - og hún er alveg ótrúlega fróð.
Bæði um vín og mat.
Og eins og á alvöru námskeiði punktuðum við niður heilmikið af upplýsingum - ég lét mér þó nægja að skrifa niður uppskriftir - af piparrótarsósu með silungnum - af marineringu á silungi og svo uppskrift af böku.
Treysti á að einhver annar sjái um að skrifa niður vínin.

Mér skilst að klúbburinn hafi farið til bæði Spánar og Ítalíu í vínsmökkunarferðir. Og svo var verið að spá í Frakkland. En þá kom kreppa og allt var sett á hold.
Spurning hvort eitthvað fari ekki að breytast.
Ég væri að minnsta kosti alveg til í að fara í svona ferð.
Og myndi sko ekki vera neitt pikkí í sambandi við land.

Neibb bara ljúf og þægileg.
Alltaf.

Engin ummæli: