laugardagur, 24. apríl 2010

Sítrónur og saffran...

...heitir bókin sem ég var að lesa.
Falleg bók þar sem kápan er í gulum sumarlegum litum.
Þetta er svona útlit sem hreinlega biður um athygli - já og biður mann að lesa sig.

Bókin fjallar um Agnesi sem er þjónn á veitingahúsi sem fær spennandi atvinnutækifæri - eftir að hafa misst bæði kærasta og fyrri vinnu.
Og sagan segir frá lífi hennar í nokkrar vikur eða mánuði.

Þetta er svona 'chick lit' bók einföld og auðlesin.

Uppskrift sem ég venjulega fell fyrir.

En af einhverri ástæðu - ég veit ekki hvað það var - þá náði bókin einhvern veginn ekki að fanga mig.
Ég veit ekki hvort sagan var flöt eða aðalpersónur óspennandi.
Eða kannski vantaði bara að sagan væri stundum svolítið fyndin.

Engin ummæli: