Það er komið heilt ár síðan ég keypti mér Overlockvélina.
Það var búið að vera draumur lengi að eignast slíka vél.
Og svo kom tilboð og ég splæsti henni á mig.
Ég saumaði nokkra boli í byrjun en lenti síðan í veseni með að þræða vélina eftir að kettirnir komust í hana.
Hafði svo engan veginn einbeitingu til að tileinka mér nýja hluti.
Og vélin var sett til hliðar.
Þannig að hún er búin að vera í hvíld mest allan tímann.
Þar til áðan.
Þá skellti ég mér á námskeið hjá Pfaff.
Loksins.
Og nú bíð ég bara eftir helginni.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli