mánudagur, 5. apríl 2010

Afgangakarfa

Ég átti smávegis afgangsefni frá púðunum sem ég saumaði um daginn og nokkra búta frá töskunni í dag.
Rétt nóg til að gera litla körfu eftir hugmynd og leiðbeiningum frá Pink Penguin.
Ég hef gert nokkrar svona körfur áður og veit að þær nýtast vel.

4 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Taska, handtaska, veski...

Flottar myndir, VÁ!

Það er svo skrítið með töskur (e. Handbag) að skvísur virðast aldrei eiga nóg af þeim. Ég las einhvers staðar um könnun sem gerð var í Englandi, held í einhverri verslunarmiðstöð í Essex, að venjuleg 30 ára gömul skvísa ætti 21 handtösku og keypti sér nýja á þriggja mánaða fresti, sem samleggst í 111 stk. á lífsleiðinni, ótrúlegt ef satt er.

En aftur að myndunum, ég sé ekkert merki, þú verður að setja merkið þitt í töskurnar. Sagt er að menn hafi byrjað að sauma merkið sitt í föt snemma á 19 öldinni.

Sérðu fyrir þér skvísu með handtösku frá Louis Vuitton, Chanel, Gucci, Prada, Armani, Burberry, Dolce&Gabbana, miu miu, Hermes, Murberry, Fendi, Chloe, Dior, Versace eða Anna án þess að merkið sjáist.

Þú verður að sauma merkið þitt í töskurnar.

Merkið: Anna

væri flott neðarlega.

Nafnlaus sagði...

Orð og merki...

Nú eða AS með hring utanum, eða As, eða as með hring utanum, eða Anna með hring utanum, eða anna með hring utanum. Notaðu Wordle til að finna réttu samsetninguna, liti, stærð og font.

Hvað segirðu um þetta?

Anna sagði...

Takk fyrir þetta.
Ja mér hefur oft dottið í hug að fá mér merki - hef samt ekki fylgt hugmyndinni eftir.
Veit svo sem ekki á hverju strandar.
Kannski - að þá verður þetta svona svolítið meira alvöru
Kannski - á hönnun
Kannski - á því hvað barnið á að heita.. anna AnnA abs
Þannig að þú sérð að þetta er sko ekkert einfalt mál.

Nafnlaus sagði...

Merki, vörumerki...

Það að hanna gott vörumerki er ekki á færi allra og er töluvert mál og tekur langan tíma að þróa þar til fullkomnun er náð.

Mér líst vel á abs með hring utanum.