þriðjudagur, 17. ágúst 2010

Tekist á við hversdaginn

Fyrsti vinnudagurinn gekk bara fínt.
Þó okkur liði samt mörgum eins og við værum bara rétt að koma úr löngu helgarfríi.
En það er alltaf gaman að hitta fólk aftur og fá uppdateringu á því hvað hefur gerst síðan síðast. Og fólk, frísklegt og brúnt eftir sumarið, situr í kaffi og spjallar og hlær og spjallar - já og vinnur auðvitað líka.

Í lok dags fengum við frábæran fyrirlestur um ADHD - orsakir - áhrif - meðhöndlun og fleira. Fyrirlesturinn hélt Gylfi Jón Gylfason sálfræðingur og kennari, sem hefur unnið mikið með börn með ADHD, heimili þeirra og skóla

Í gærkveldi var ég frekar þreytt eftir langan dag - það bókstaflega slokknaði á mér. Ég varð algjörlega meðvitundalaus í sófanum.
En það tengist kannski líka því að nóttina á undan svaf ég ekki mikið - var alltaf að vakna og kíkja á klukkuna- ætlaði sko ekki að sofa yfir mig. Og þegar Ingó fór á fætur um fjögurleytið að keyra systur sína glaðvaknaði ég og fór líka á fætur.
Þessir fyrstu dagar í vinnunni eru oft einhvers konar jafnvægisstilling.

Engin ummæli: