fimmtudagur, 26. ágúst 2010

Sjálflægni

Ég sat og prjónaði og horfði með öðru auganu á Amazing Race í sjónvarpinu.

Ég veit ekki hvort þið hafið séð þáttinnn en hann gengur út á æðislegt þrautakapphlaup þar sem nokkur lið keppa hvert á móti öðru. Og hver þáttur endar á því að seinasta liðið í mark dettur út.

Og eins og gefur að skilja er mjög óvanalegt að menn hjálpist að milli liða.

Þar til áðan.

Þá hjálpaði lið A liði B.

Og svo var það í mynd og útskýrði ástæðuna.

Lið A: hja við erum bara svona gott fólk sem hjálpar öðrum

Næst í mynd var lið B - og þeir höfðu þetta að segja

Lið B: hja við erum bara svona góðir gæjar sem allir vilja hjálpa

Mér fannst þetta alveg frábært -
Einn atburður - tvær sögur

Hvort lið lýsti atburðinum út frá sér og sinni sjálfhverfu.

Æj það er svoo krúttlegt.

Engin ummæli: