Ég man að það var gífurlegt maus.
Risastór pottur á eldavélinni - sjóðandi vatn og litaslettur út um alla veggi.
Í dag er þetta allt annað.
Ekkert mál að henda lit og salti í þvottavélina ásamt því sem lita á.
Segja þeir sem hafa prófað.
Og ég ákvað að reyna líka.
Ég átti efnisbúta (kemur á óvart) í litum sem nýttust engan veginn.
Slatta af hvítu þykku efni sem væri kjörið að nota í töskur ef það væri dekkra.
Dálítinn bút í babyljósbláu.
Og smá jersey-bút í óræðum gul-græn-brúnum lit.
Allt fór þetta í vélina ásamt lit.
Alls ekki flókið.
Svo var bara að vona að efnin væru ekki úr allt of miklu gervi - svo þau tækju við litnum.
Afraksturinn var að mestu leyti grár.
Hvíta efnið, sem er lengst til vinstri á myndinni, varð milligrátt.
Ljósbláa efnið varð ljósgrátt.
En jerseybúturinn fékk þennan fína kolsvarta lit.
Það var ágætt að ég skellti honum með - annars hefði ég haldið að ég hefði klúðrað lituninni.
Ætla að prófa þetta aftur við fyrsta tækifæri.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli