laugardagur, 7. ágúst 2010

Garðurinn

Það er ljóst að garðvinna er eilífðarverkefni.
Og þá er ég ekki bara að tala um að arfareitingu, slátt og trjáklippingar.
Eða gróðursetningu af ýmsu tagi og pallaviðhald.

Nei það þarf líka að skipta um jarðveg, laga grasflöt og jafnvel helluleggja.
Auk þúsund annarra hluta sem ég man ekki að nefna.

Undanfarin sumur höfum við (lesist Ingó) hellulagt bæði fyrir framan hús og meðfram því.
Og nokkrar hellur hafa farið í kringum matjurtabeðin.
Og nú er komið að því að setja stétt frá pallinum að matjurtagarðinum.

Og ég sé um móralska stuðninginn.

Engin ummæli: