þriðjudagur, 24. ágúst 2010

Fyrsti skóladagurinn

Fyrsti alvöru skóladagurinn var í dag.
Í gær var bara rétt skroppið að ná í stundaskrá.

Það er búið að vera smá spenningur í loftinu.

Ný skólataska hefur beðið í holinu í heila viku - algjörlega tilbúin - fyrir utan nestið náttúrulega.

Þetta er taska sérvalin af tólfáringnum

Og hún var ekki valin af því hún er sérlega vönduð með styrktum botni, breiðum böndum og púðum í bakið -

Onei - þetta var sú eina sem var með hólf fyrir i-pod og leiðslur fyrir heyrnartólin.

Engin ummæli: