mánudagur, 23. ágúst 2010

Súkkulaðimuffins

Á ferð minni um blogland í gær rakst ég á myndir og uppskrift af súkkulaðimuffins.

Sem ég varð auðvitað að prófa.
Þær tóku 5 mínútur í framkvæmd og 15 mínútur í ofni.
Einfalt, þægilegt og ferlega gott.

Þar sem uppskriftin er á dönsku - ætla ég að snara henni á ylhýra - en læt fylgja link með í þá upphaflegu.

Súkkulaðimuffins
- 12 stk - stórar

250 gr hveiti
1 tsk. matarsódi
225 gr sykur
40 gr kakó
1 tsk vanillusykur
100 gr brytjað súkkulaði
1 1/4 dl mjólk
90 gr bráðið smjör
2 1/2 dl AB-mjólk
1 egg

Allt sett í skál og hrært saman með skeið (ekki hræra í vél). Sett í muffinsform (12 stór eða 20 minni). Bakast við 200 gr í 15- 20 mínútur.

Engin ummæli: