sunnudagur, 22. ágúst 2010

Sunnudagur

Það fer ekkert á milli mála að það styttist í haustið.

Öll þessi ber - og meira að segja reyniberin eru að verða rauð.
Blómin eru að komast á seinni hlutann.
Trén eru að byrja að fá á sig nýjan lit.

Og það er einhvern veginn öðruvísi lykt í loftinu.

Og ég hef tekið eftir því að það er orðið andkalt á morgnana -þó svo að suma daga hitni ágætlega yfir daginn.

Annars sýnist mér það vera að breytast líka - ég held að hitinn í gær hafi ekki farið yfir 12 stig þegar heitast var. Og núna sýnir mælirinn aðeins 6 stig.

Jebbs það er nokkuð ljóst að sumrinu er að ljúka.

En það er ekki svo slæmt - því þá tekur við ný byrjun og aðrar áherslur.

Skólafólk fer að setja sig í stellingar.
Rökkrið kallar á kertaljós sem alltaf fylgir einhver notaleg stemming.
Og það sem var á to-do listanum í sumar og átti að gerast inni - fer kannski að komast aftur á dagskrá.

En núna ætla ég að njóta kaffisins, skoða blogg og dunda mér -þar til aðrir heimilismenn fara á fætur.

Engin ummæli: