Ja þær eru eiginlega þrjár á örlitlum bletti.
Undanfarið ár eða svo hefur ein þeirra tekið upp á því að halla í átt að húsinu.
Og ég verð að játa að ég hef haft af því dálitlar áhyggjur - og er alls ekki viss hvort þak og gluggar þoli ef hún skyldi nú taka upp á því að fara alveg á hliðina.
En ég var samt ekki alveg til í að fórna þeim öllum.
Og eftir að hafa borið okkur upp við fólk sem vit hefur á málum - ákváðum við að láta slag standa og freista þess að fella hættuvaldinn.
Það dæmdist á Ingó að klífa tréð og saga niður greinar......en ég stóð fyrir neðan, hrópaði hvatningarorð og sýndi móralskan stuðning.
Og greinarnar fóru hver af annarri - þar til ekkert var eftir nema þriggja metra stofnspíra.
Nú vantar okkur bara stóra sög - þá er þetta komið.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli