Á pallinum hjá okkur er risastórt ker sem í hafa verið gerðar ýmsar ræktunartilraunir.
Ég hef sett niður sumarblóm, trjárunna, jarðarber og kartöflur.
Ekki þó allt í einu - heldur hvert í sínu lagi.
Afraksturinn hefur svo sem ekki verið merkilegur fyrr en í sumar.
Fyrst settum við niður kartöflur - sem voru teknar upp um
miðjan júlí - og svo sáði ég spínat- og salatfræjum.
Og grænmetið sprettur þvílíkt í þessu góða veðri sem er búið að vera undanfarið.
Og hér er auðvitað borðað grænt í hvert mál.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli