sunnudagur, 29. ágúst 2010

Handavinnuraunir


Ég er búin að grauta í alls konar handavinnu undanfarið.

Ég saumaði nærföt - hmm á mig, sem ég hef ekki alveg verið tilbúin að sýna hér.
Svo er ég með bútasaumsteppi sem er langt komið.
Með þessu er ég með tvær peysur í vinnslu - önnur var alveg að klárast þegar ég stakk henni til hliðar - og hin er styttra komin.
Tveir nærbolir eru eiginlega tilbúnir - ég þarf bara að klára að hekla líningu og þá eru þeir tilbúnir.
Svo á ég slatta af stökum sokkum og vettlingum sem þurfa auðvitað einhvern tíma að fá makkera.

En ég á greinilega við eitthvað kláruvandamál að stríða þessa dagana.
Langar hreint ekkert að ganga ljúka við og ganga frá.
Finnst skemmtilegra að byrja á einhverju nýju.

Og í dag ákvað ég að sauma nálapúða.
Fullt af þeim.

Ákvað að nota efni úr afgangakörfunni sem geymir búta sem eru svo litlir að þeir nýtast eiginlega ekki í neitt (en má samt ekki henda) eða eru í skrítnum - eða jafnvel ljótum litum (en má samt ekki henda).

Gerði fyrst fjóra - og bætti svo einum enn við.
Enda nauðsynlegt að eiga allskonar nálapúða.

Inn í púðana fór ullarkembuafgangur sem ég er búin að eiga síðan hér um árið er ég fór í gegnum þæfingartímabilið.
Hugsið ykkur ef ég hefði nú verið búin að henda kembunni.




Engin ummæli: