laugardagur, 28. ágúst 2010

Laugardagur

Laugardagur er minn uppáhaldsdagur.

Jafnvel laugardagur eins og í dag þegar ég vakna þreytt eftir næturgöltur með beinverki, vöðvaverki og ónýtar tær.

Ég er greinilega ekki í nógu góðri hælaskóþjálfun eftir heilt sumar á fótlaga sandölum.

Og var með áhyggjur af því að þurfa að styðjast við göngugrind í dag.
En það slapp þó fyrir horn.

Sem var eins gott því planið í dag var vinkonumiðbæjarferð.

Þá tilheyrir að rölta Skólavörðustíg, skoða í fatabúðir, fara á kaffihús og skoða í bókabúðir.

Jamm og svo fórum við reyndar líka á opnun listsýningar.
Þetta var samsýning nokkurra einstaklinga og viðfangsefni hennar var silkiþrykk - í mismunandi útfærslum.


Sumt var bara nokkuð flott.
Sérstaklega þar sem myndir voru þrykktar á efni.
Ég gæti alveg hugsað mér að læra þessa tækni.
Og sé fyrir mér púða, töskur og fleira því um líkt.

Ég náði að versla bráðnauðsynlega hluti eins og fataliti og salt.

Og var svo ljónheppinn að finna bolla - einmitt eins og mig vantaði.

Engin ummæli: