miðvikudagur, 25. ágúst 2010

Að berjast við vindmyllur

Don Kíkóti er nafn sem hringir bjöllum.

Ég fletti því upp í Gegni áðan -að það var árið 1981 sem fyrsta bókin um Don Kíkóta kom út í þýðingu Guðbergs Bergssonar.

Ég man að þetta var mikið verk og margar bækur.

Sem ég las reyndar ekki þá - ja og er svo sem ekki búin að því enn - en á svipuðum tíma voru í sjónvarpinu teiknimyndir um ævintýri Don Kíkóta sem ég sá.

Mig rámar því aðeins í kynni af þessum bilaða riddara, sem ásamt vini sínum Sansjó Pansa, barðist meðal annars við vindmyllur, sem Don Kíkóti taldi vera risa.

Og allir sjá náttúrulega hvað það er vonlaust.

Í mér leynist dálítill Don Kíkóti - en nú hef ég ákveðið að læra af gjörðum hans.

Og ætla að hætta að berjast við vindmyllur.
(Að minnsta kostir sumar þeirra.)

Og sætta mig við að sumt sigra ég ekki - eða breyti.

Amen.

Engin ummæli: