Það er aldeilis mikið af berjum þetta árið.
Bæði sólber og rifs.
Og það þótt það hafi verið klippt grimmt í vor.
Við borðum sólberin beint af trjánum og svo eru þau auðvitað frátekin í jólalíkjörinn.
Og þau eru alveg að verða tilbúin.
Úr rifsinu bý ég til hlaup og sultu úr hratinu.
Tími auðvitað ekki að henda neinu
Tíndi nokkur ber um daginn - um leið og þau urðu rauð.
Fékk sultu í tvær oggulitlar krukkur - sem kláruðust auðvitað um leið.
Nú er ég búin að búa til nokkrar í viðbót - bæði hlaup og hrat.
Mmm.
Og enn eru til ber.
Ég er að spá í að frysta slatta - það verður fínt að fá nýtt hlaup einhvern tíma í vetur.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli