Uppskriftin getur ekki verið einfaldari því aðeins þarf sykur, sólber og vodka.
Ja reyndar líka stóra krukku og nauðsynlegt er að hafa slatta af þolinmæði.
Líkjöragerðinni fylgir smá vinna í upphafi - því krukkunni þarf að snúa einu sinni á dag þar til allur sykur hefur náð að leysast upp og vökvinn er orðinn fallega rauður.
Svo er bara að bíða - og helst að reyna að gleyma öllu um væntanlega líkjör - þar til í desember.
Þá er krukkan dregin fram, berin síuð frá og vökvinn fer á flöskur.
Ótrúlega hollt og gott.
Og þá er bara að smakka og bjóða og njóta.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli