föstudagur, 20. ágúst 2010

Sumar á flösku

Fyrir nokkrum árum kenndi ágæt kona mér að búa til sólberjalíkjör.

Uppskriftin getur ekki verið einfaldari því aðeins þarf sykur, sólber og vodka.
Ja reyndar líka stóra krukku og nauðsynlegt er að hafa slatta af þolinmæði.

Líkjöragerðinni fylgir smá vinna í upphafi - því krukkunni þarf að snúa einu sinni á dag þar til allur sykur hefur náð að leysast upp og vökvinn er orðinn fallega rauður.

Svo er bara að bíða - og helst að reyna að gleyma öllu um væntanlega líkjör - þar til í desember.
Þá er krukkan dregin fram, berin síuð frá og vökvinn fer á flöskur.

Ótrúlega hollt og gott.
Og þá er bara að smakka og bjóða og njóta.

Engin ummæli: