Til minnis:
Hvíti bolurinn er úr barnagarni úr Europris. Ég átti rúmlega 1/2 dokku og notaði svo smá fjólublátt með. Uppskriftina er að finna hér
Í græna bolinn notaði ég Dalegarn Baby ull og fóru í hann um það bil 40 grömm.
Ég studdist við mynd frá Design-club.dk -og tókst hann ágætlega, ég þarf þó aðeins að laga úrtökuna ef ég prjóna svona bol aftur.
Uppskriftin er nokkurn vegin svona:
Fitjið upp 104 lykkjur á hringprjón númer 4 (betra að prjóna laust) og prjónið 17-18 cm.
Fellið af 6 lykkur í hvorri hlið (handvegur) og þá eru 2 x 46 lykkjur á bak- og framstykki.
Í næstu umferð eru fitjaðar upp 22 lykkjur (mega alveg vera 26). Til að bolurinn sé nógu rúmur á axlarstykki er fínt að prjóna 2-3 umferðir áður en byrjað er á úrtöku.
Úrtakan er gerð í annarri hverri umferð, með laska.
Merkið 2 lykkjur þar sem ermi og bolur koma saman (alls 4 sinnum) -þær lykkjur eru alltaf prjónaðar sléttar - og takið saman tvær lykkjur sitthvoru megin við sléttu lykkjurnar.
Í þessari umferð þarf líka að huga að klauf og er framstykki skipt milli miðjulykkja og prjónað fram og til baka þannig að klauf myndist.
Haldið svona áfram þar til 53 lykkjur eru á prjóninum og fellið þá af.
Svo heklaði ég í kringum klaufina og setti tvö hnappagöt.
Þvoði bolina og þeir eru tilbúnir.
Ég get varla beðið eftir því að koma þeim í réttar hendur og sjá hvernig þeir passa.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli