Það er skemmtilegt að fylgjast með litlum börnum sem eru að uppgötva heiminn og eru sífellt forvitin og undrast allt. Hjá þeim er hver dagur -dagur nýrra uppgötvana.
Það segir sig kannski sjálft að þegar maður eldist þá koma færri hlutir á óvart og vekja undrun.
Maður hefur einhvern veginn séð þetta allt áður.
Það er því alveg frábært þegar upp koma aðstæður þar sem maður áttar sig á að maður hefur ekki alveg glatað hæfileikanum til að láta koma sér á óvart.
Og undrast.
Já og gleðst...
...yfir því að vera að minnsta kosti enn ungur í anda.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli