sunnudagur, 28. mars 2010

Í dag er...

...pálmasunnudagur.

Og svo sem ekkert meira um það að segja.

Hjá okkur fylgir ósköp lítill hátíðleiki þessum degi.

Hér eru hvorki pálmar né lambakjöt en þegar ég kom heim áðan var Ingó í eldhúsinu að undirbúa mangókjúklingarétt. Mmm æði.

Ég var hins vegar örlítið að aðstoða við undirbúning fermingarveislu. Það er nú ekkert smá mál að bjóða heim til sín 70 manns og mamma fermingarbarnsins er aðeins komin með fiðring.
Aðeins.

Og þó að sumt sé hægt að útbúa með fyrirvara þá er annað ekki hægt að gera fyrr en rétt fyrir veislu.

En kransakökubita má frysta og við bjuggum til heilmarga slíka.

Og við erum orðnar s v o góðar í rice-crispies kransakökum að við getum bráðlega farið að taka að okkur veislur.
Mjög bráðlega.
Fylgist með auglýsingum hér á síðunni.

Engin ummæli: