Fórum loksins í gær og kíktum á litla prinsinn.
Ég er búin að bíða í heila viku eftir því að hóstinn lagaðist, þannig að við gætum farið með nærbolina áður en þeir yrðu of litlir.
Fór líka með agnarlitla húfu sem einn vinnufélaginn vildi endilega að ég færði þeim litla.
Og svo fór ég líka með bleyjupoka sem ég saumaði.
Hann rúmar 2-3 bleyjur og blautservíettur. (Það er þá hægt að sleppa plastpoka eða lausum bleyjum í tösku.)
Það verður spennandi að fá að vita hvernig hann reynist.
Til minnis:
Pokinn er sniðinn eftir A-4 blaði (2x ytra byrði og 2x innra byrði)
Úr hornum er sniðinn 1,1" ferningur til að móta botn, sem er svo styrktur með flíselíni.
Lokið er í stærðinni 6x6 tommur. Í það er líka sett flíselín.
Lokað með frönskum rennilás.
Sem þarf að sauma fastan þó svo að Rúmfatalagerinn segi að hann þurfi einungis að líma niður.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli