sunnudagur, 14. mars 2010

Vor í lofti

Mikið ægilega er veðrið búið að vera gott undanfarna daga.
Um miðjan dag í gær fór hitinn upp í 10 stig og á sama tíma var sólin að glenna sig.

Og það var blankalogn.
Ekki slæmt.

Og fyrstu merki vorsins sjást út um allan bæ.

Og nágranninn í húsinu á móti er búin að fara fyrsta vorhringinn í garðinum- og hefur hreinsað lauf og drasl úr blómabeðum.

Ég er ekki alveg komin þangað.

Er þó búin að fylgjast með vexti á krókusum og perlulaukum í marga daga og bíða eftir því að þeir springi út.
Og skoða brumið á trjánum.

Fór svo í gær og kíkti undir laufþekjuna og viti menn - þar voru túlipanar (ja eða páskaliljur) komnir nokkra sentimetra upp úr moldinni.

Það er bara allt að gerast.

Engin ummæli: