Það á alveg svakalega vel við mig að vera í fríi.
Tilhugsunin að geta gert það sem ég vil.
Þegar ég vil.
Og möguleikarnir eru margir.
Fyrir utan augljósa hluti sem þ a r f að gera eins og að elda, þrífa og ganga frá þvotti.
Þá eru fullt af öðrum hlutum sem mig langar að gera.
Til dæmis að drífa mig í að klára peysuna sem ég er að prjóna. Því ég er búin að ákveða hvernig næsta peysa á að vera ...og reyndar næsta þar á eftir líka.
Ég gæti líka farið í nýja saumahornið mitt og saumað, er með bæði dúkkuföt og buddur í vinnslu.
Svo er alltaf möguleiki að ljúka bókinni sem ég er að lesa og er virkilega spennandi.
En stundun þegar tíminn er nægur fyllist ég valkvíða, mér fallast hendur og ég dett í að vafra á netinu. Og tíminn flýgur.
Að gera ekki neitt -til að skemma ekki möguleikana, kallaði pabbi það stundum.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli