miðvikudagur, 17. mars 2010

Ferming

Ég fór í fyrstu fermingu vorsins um seinustu helgi.
Þetta var fínasta veisla í skemmtilegum sal og veitingar voru af bestu sort.

Fermingarbarnið og fjölskylda þess voru í sínu fínasta pússi.
Og hinir auðvitað líka.

Mér finnst alltaf svolítið gaman að stúdera fólk, skoða tískuna eins og hún birtist, spá í skóna, töskurnar og fleira í þeim dúr.

Og þegar svona margir eru samankomnir er kjörið tækifæri.

Ég tók til dæmis eftir því að himnháir skór eru mjöög mikið í tísku.
Ótrúlega smart.
Ég held samt ég þyrfti bæði jafnvægis- og gönguæfingar til þess að þora í svoleiðis skó. Hvað þá á almannafæri.

Kosturinn við svona veislur er svo að sjá ýmsa ættingja sem maður sér annars allt of lítið af. Alls konar frænkur og frænda.

Og það þarf heilmikið að tala.
Rifja upp og spjalla.

Gullkorn dagsins átti þó ein frænka mín sem heilsaði systur sinni með orðunum:

"mikið er nú gott að faðma svona feita konu"

1 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Takk fyrir þessu fallegur orð til okkar og GH þakkar fyrir sig. :)

Kv. IS