laugardagur, 20. mars 2010

Verslunarferð

Ég er ekkert voðalega dugleg að fara í búðir en í dag þurfti ég að fara á nokkra staði.
Í Blómavali var æðisleg túlipanasýning. Þar voru túlipanar í óteljandi afbrigðum og öllum litum. Hverjir öðrum fallegri.
Ég fékk mér þó ekki túlipana heldur keypti mér vorlegar páskaliljur í potti.

Þegar við vorum í Smáralind var þar slatti af fólki en í Kringlunni var hvert einasta stæði upptekið og inni var, að okkur meðtöldum, öll þjóðin að spássera.

Eftir að hafa skoðað og keypt það sem til stóð, þá fórum við á kaffihús.
Það er toppurinn.
Ilmandi kaffi og ostakaka.
Í góðum félagsskap.
Uppáhaldið mitt.

Engin ummæli: