laugardagur, 27. mars 2010

Danirnir heim

Danski hluti fjölskyldunnar kom til landsins í dag.
Þær ætla að stoppa hér í rúma viku, skoða nýja barnið, fara í fermingu og skírn, og bara hitta fólk.

Öll stórfjölskyldan skrapp í kaffi upp í Breiðholt til að kíkja á ferðalangana. Enda er allt of langt milli hittinga og símtöl einstaka sinnum eru engan vegin nóg til að fylgjast með.
Litla frökenin (sem verður tveggja ára í maí) tók öllu þessu fólki með jafnaðargeði og eftir stutta stund var mesta feimnin farin og hún farin að spjalla og leika sér.

Þegar nýjasti fjölskyldumeðlimurinn kom fékk hann þó mesta athygli - sú litla var ægilega hrifin og þurfti mikið að skoða baby eins og hún kallaði hann. Fór samt ótrúlega varlega.
Æ þau eru æðisleg þessi litlu kríli.

Engin ummæli: