...The Notebook var í sjónvarpinu í gærkveldi.
Þriggja klúta mynd.
Þó ég hafi séð myndina áður þá grét ég úr mér augun en reyndi að láta ekki á neinu bera.
Sneri mér undan og hóstaði og notaði öll þau ráð sem maður notar undir þessum kringumstæðum.
En þetta er ótrúlega falleg saga og flott mynd. Og ég mæli með henni við þá sem hafa ekki séð hana.
Þó að í henni séu fullt af hlutum sem engan veginn geta gengið upp.
Þá get ég alveg litið fram hjá þeim flestum.
Mér finnst samt svolítið skrítið að sjá að heilabilaða vinkonan hafði engu gleymt nema sínum nánustu. Hún átti auðvelt með samræður, fór létt með að muna öll orð, gat lesið nótur og spilað á píanó.
Mér fannst þetta frekar vera eins og heilaskemmd á afmörkuðu svæði.
En líkast til er ekki jafn myndrænt að sýna fólk sem þekkir fólkið sitt en hefur til dæmis gleymt hvernig á að nota hnífapör.
Nei ég segi nú bara svona.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli