Ég held nefnilega stundum að það vanti algjörlega í mig öll tónlistargen. Og man sjaldnast eftir að setja á músik. Finnst oft ágætt að hafa þögn eða í mesta lagi eitthvað rólegt og lágstemmt -sem spilað er í tónhæð sem varla heyrist.
Það er nokkuð því ljóst að krakkarnir okkar hafa erft áhuga pabba síns á tónlist en ekki minn eða öllu heldur áhugaleysi.
Hjá þeim er músik í gangi allan daginn og áhugasviðið nær frá því nýjasta yfir í eldri tónlist. Og mismundandi tónlist - maður minn.
Úr eldhúsinu áðan hljómaði meðal annars Sirkus Geira Smart í flutningi þeirra og Spilverks þjóðanna og Veislan á Hóli var sungin hástöfum með Ríó tríóinu.
Ja þau kunna að skemmta sér yfir uppvaskinu.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli