mánudagur, 15. mars 2010

Litir

Aðalhandavinna mín þessa dagana er svört peysa úr Cascade garni. Og þó hún sé einföld þá er hún prjónuð fram og til baka og það tekur mig óratíma.

Mér finnst því ágætt að grípa í eitthvað annað á milli og fínt að vinna niður bómullargarnið.
Þó ég eigi enn eftir slatta af heilum dokkum þá eru aðrir hnyklar farnir að minnka þannig að ég varð að finna hvernig mætti nýta þá.

Ég prjónaði fyrst einn borðklút úr einlitu appelsínugulu.
Næsti klútur varð til úr tveimur litlum hnyklum af hvítu og bleiku.
Og sá þriðji úr enn smærri hnyklum.
Og enn eru til hnyklar.

Til minnis:
Múrsteinaprjón
Fitja upp 45 lykkjur með lit A, prjóna 2 umferðir slétt.
Garðaprjón 4 umferðir í lit B (2 garðar).
munstur: prjóna 4 lykkjur, taka næstu óprjónaða upp á prjóninn, prjóna 5, 1 óprjónuð, út á enda prjóns - þar eru að vísu 4 lykkur eins og í byrjun
2 sléttar umferðir með lit A
2 garðar af lit B, prjóna 1 lykkju, taka næstu óprjónaða upp á prjóninn, prjóna 5, 1 óprjónuð, út á enda

Engin ummæli: