Frystikistan okkar er orðin tæp og í hana safnast heil snjófjöll.
Venjulega dugar að lemja snjóinn af en svo einn daginn gengur það ekki lengur.
Ingó tók sig því til um helgina, tæmdi hana - afþýddi og gerði lista yfir innihaldið.
Og þar kenndi sko ýmissa grasa.
Sumu var hent, annað verður eldað á næstunni og eitthvað fór til tengdamömmu.
Hún fékk meðal annars 8 kíló af niðurskornum rabbabara sem vonandi verður sulta fyrir alla ættina. Og ég hlakka til að sjá hvað hún gerir úr þessum 3 kílóum af rifs- og sólberjum sem við áttum.
Hér þarf heldur ekki að kaupa mat á næstunni heldur verður hann sóttur í gnægtarborð kistunnar.
Og matseðillinn verður fjölbreyttur - ó já.
Fiskibollur, kjötbollur og grísasteikur- hakk og fiskur og kjúklingur í kílóavís...
2 ummæli:
það hefði nú verið gott múv að flytja þennan snjó uppí bláfjöll og skíða svo niður frystikistufjallið...
B
jamm það var sko nægur snjór bæði fyrir Bláfjöll og Skálafell
Skrifa ummæli