Ég hef ekki unnið mikla handavinnu í þessari viku.
Það tók mig einhvern veginn alla vikuna að jafna mig eftir setuna yfir teppinu um seinustu helgi.
Og svo þarf ég að fara að taka tíma í að lesa. Það hefur setið á hakanum allt allt of lengi.
Og ég er með stóran ólesinn bunka af skemmtilegum bókum.
En ég náði þó að gera eitt sokkapar. Ég áttaði mig ekki á því fyrr en ég var búin með sokkana að garnið er skelfilegt. Svona hart klæjugarn úr Europris - Asi gat varla staðið kjurr vegna kláða, meðan ég tók myndina.
Til minnis:
2 dokkur sokkagarn (ekki úr Europris)
Fitja upp 40 lykkjur á prjóna nr. 4.
Prjóna 4 lykkjur slétt og 4 lykkjur brugðið til skiptis út prjóninn.
4 umferðir eins. Þá er munstrið látið færast eina lykkju til vinstri.
Prjónað þar til dokkan er að verða búin þá er búin til tá.
Sokkurinn verður snúinn og enginn hæll er prjónaður.
2 ummæli:
Sko, við erum að tala um það að þú átt ekki eftir að leggja bókina frá þér þegar þú ert byrjuð að lesa hana.
Þóra
Jamm þín bók er næst - ég kláraði Läckberg í gær.
Skrifa ummæli