Hann er búinn að vera í tímum einu sinni í viku frá því í október, sem eru um 20 tímar.
Þar hefur hann glímt við stærðfræðidæmi sem eru mörg hver alveg ótrúlega flókin og hefur skemmt sér hið besta.
Fjöldinn sem tekur þátt er alltaf að aukast og nú skilst mér að alls séu um 250 krakkar í 20 skólum í Reykjavík í þessum tímum.
Og í dag var sem sagt uppskeruhátíð, rétt eins og í boltanum.
Og þeim var boðið sem fengu verðlaun. Og foreldrum þeirra að sjálfsögðu.
Mér skilst að stefnan sé að um helmingur fái verðlaun - silfurverðlaun. Og mig minnir að um 10 prósent fái gullverðlaun.
Og litli drengurinn (sem er auðvitað alls ekkert lítll heldur bæði stór og duglegur) fékk gullverðlaun. Og hann var næst stigahæstur í sínum hópi.
Ekki slæmt.
Og alla þessa stærðfræðigáfu hefur hann fengið frá mér.
Held ég.
Sko ekki spurning.
Ég meina hvaðan annars ætti þetta að koma.
2 ummæli:
Duglegur strákurinn. Spurning hvort snilldin sé frá móður systur hans ?
ÞS
Það hlítur að koma úr móður ættinni, því að allir krakkarnir mínir eiga þennann hlut sameiginlegan í námi...... hehehe
Kv. IS
Skrifa ummæli