miðvikudagur, 27. janúar 2010

Uppskriftir

Í matargerð er í lagi að cirka og slumpa en í kökubakstri gengur það síður.

Venjulega dugar að hraðlesa prjónuppskriftir og breyta og bæta eftir því sem við á
(lesist: redda því sem þarf að redda af því uppskriftin var ekki lesin nægjanlega vel).

Því mér leiðist hræðilega að rekja upp. Geri það bara helst ekki. En stundum þegar allt er komið í flækju verður ekki hjá því komist.

Og ég les uppskriftina aftur ...og aftur ...og aftur. Og merki við hverja prjónaða línu. Og sé að ég þarf að nota Cable cast on sem ég veit ekkert hvað er.

Og fer á You Tube læri nýja uppfit.

2 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Byrja upp á nýtt...
Já hversu oft hefur maður ekki þurft að byrja upp á nýtt?
Of er ástæðan sú að maður bjó sig ekki nægilega vel undir verkið.
Og þá kemur þolinmæðin aftur til skjalanna.

Ég held reyndar að það sé ríkt í "íslendingnum" að æða áfram af mikillri óþolinmæði án þess að staldra við og meta aðstæður og þá kemur upp í hugan eftirfarandi saga:

"Þrír verkstjórar og 7 verkamenn voru að höggva sér leið gegnum þykkan regnskóg með stórum sveðjum.
Verkið gekk mjög vel og afköstin í höggnum metrum á klukkustund voru meiri en nokkru sinni fyrr.
Verkstjórarnir brýndu sveðjurnar reglulega og allt skipulag var mjög gott.

Að lokinni 60 daga vinnu fór einn verkstjóranna, sem hafði sýnt mestu forustuhæfileikana upp í hæsta tré
skógarins og leit yfir svæðið. Eftir að hafa athugað aðstæður hrópaði hann til hópsins.

"Þetta er rangur frumskógur"."

Það er nú kannski of seint fyrir þessa að lesa uppskriftina aftur.

Anna sagði...

He he he - einmitt, þeir hefðu betur gert það.
Annars er ég reyndar svo klofinn persónuleiki að stundum lúsles ég leiðbeiningar og nördast í gegnum verk en næst er svo hvatvísin yfirsterkari.