föstudagur, 22. janúar 2010

Bóndadagur

Ég er nokkuð góð í að skipuleggja og skrifa lista (í huganum) yfir það sem ég ætla mér að gera þegar vinnudeginum lýkur. Ég ætla kannski í búð, niður í bæ eða í heimsókn. En þegar líður á daginn og klukkan nálgast fjögur þá verða þessir hlutir allt í einu ekki eins mikilvægir og ég stroka þá út hvern af öðrum eða færi yfir á lista morgundagsins.

Og druslast svo heim alveg búin og sé sófann í hillingum.

Í dag samanstóð listinn af fjórum atriðum. Þrjú verða geymd til betri tíma en eitt komst í verk.



Ég viðurkenni að ég var hvorki jafn hugmyndarík og sú sem vakti manninn sinn með nýbökuðum vöfflum í tilefni dagsins né sú sem sendi sínum manni krúttleg sms í allan dag.


En ... til hamingju með daginn.

Engin ummæli: