laugardagur, 16. janúar 2010

Happadagur

Það gerist ekki oft að við sofum yfir okkur - en það munaði litlu í morgun. Asi náði þó á fótboltamótið, dóttirin í skólann og stóri drengurinn í vinnuna - á tiltölulega réttum tíma. Rétt fyrir 11 ætluðum við í flísaleiðangur og kippa Asa með.

Ég veit ekki hvað gerðist en Ingó ætlaði að æða yfir gatnamót án þess að taka eftir því að það var á móti rauðu ljósi. Ég missti andann en þvílíkt lán var yfir okkur og hann náði að stoppa rétt áður en bíll keyrði þvert fyrir okkur.

Við vorum nærri tvo tíma í burtu, náðum í Asa, keyptum flísar og skoðuðum innréttingar. Rúntuðum. Spjölluðum. Spáðum og spekúleruðum. Þá allt í einu mundi ég ...sko var ekki alveg viss ...hvort ég hefði slökkt á kertunum frá því um morguninn.
Heimferðin tók heila eilífð- og á leiðinni svipaðist ég um eftir slökkviliðsbílum og reyk á himni. Hlustaði eftir sírenum.
Þegar við komum heim voru það aðeins gleymdu kertin sem loguðu. Þvílíkt lán.

Engin ummæli: